Eftirlit við framkvæmdir Þeistareykjavirkjunar

13.07.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

EFLA varð nýverið hlutskörpust í útboði á eftirlitsþjónustu með byggingum og veitum við Þeistareykjavirkjun.

Eftirlit við framkvæmdir Þeistareykjavirkjunar

Landsvirkjun hyggst reisa 2 x 45 MWe jarðvarmavirkjun að Þeistareykjum og hefur verktakafyrirtækið LNS Saga hafið framkvæmdir við tvö stærstu verkin við virkjunarframkvæmdirnar. Annars vegar er um að ræða byggingu stöðvarhúss fyrir tvær 45 MWe vélasamstæður og þrær undir kæliturna, hins vegar er bygging veitukerfis Þeistareykjavirkjunar, þ.e. lagna frá borholum að stöðvarhúsi, fyrir eina 45 MWe vélasamstæðu.

EFLA mun ásamt starfsmönnum Landsvirkjunar sjá um eftirlit með virkjunar framkvæmdunum.