Er hægt að meta gæði ræstinga?

11.12.2018

Blogg
Maður að moppa parketlagt gólf, sést bara í fæturnar á honum

Oftar en ekki kemur upp ágreiningur um gæði ræstinga milli þeirra sem eiga eða reka húsnæði og þeirra sem þrífa húsnæði, gjarnan fyrirtæki sem sérhæfa sig í ræstingum. Algengur ágreiningur fjallar um hvort húsnæði sé hreint eða skítugt að mati þess sem notar húsnæðið. Starfsfólk í ræstingum vill að sjálfsögðu gera vel en „hreint“ eða „skítugt“ eru teygjanleg hugtök sem fólk túlkar á mismunandi vegu.

Ræstingar og gæði gerð mælanleg

Norræni staðallinn INSTA 800 gerir gæði ræstinga mælanleg. Markmiðið með innleiðingu staðalsins er að allir aðilar hafi sameiginlegan skilning á þeim gæðum sem beðið er um. Hvernig tryggja megi gæði, skynsamleg vinnubrögð og minnka líkur á ágreiningi á samningstíma.

INSTA 800 er stöðluð aðferðafræði sem hægt er að nota til þess að meta gæði ræstinganna, óháð ræstiaðilum, ræstiaðferðum og vali á hreinlætisvörum. Staðallinn er eins fyrir alla.

INSTA 800 skapar viðmið sem ræstiverktakar, birgjar, verkkaupar og fagfélög geta notað sem eins konar sameiginlegt tungumál við ræstingar þar sem allir aðilar notast við sömu skilgreiningar og kröfur.

Hvernig virkar INSTA 800?

Með gæðastaðli INSTA 800 er ræstingum skipt upp í fimm gæðastig. Væntanleg gæði á ræstingunum eru því fyrirfram ákveðin. Útboðsgögn, sem uppfylla kröfur staðalsins og óskir viðskiptavinarins, eru skrifuð.

Því næst geta þeir ræstingaverktakar, sem uppfylla kröfur um vottun í þekkingu á INSTA 800, boðið í verkið. Þegar búið er að velja ræstiverktaka hefst hin almenna rútína við mat á ræstingunum. Að minnsta kosti ársfjórðungslega verður að framkvæma úttektir á ræstingum og kemur þá fram hvort gæði standast væntingar eða falla. Úttektir geta verið framkvæmdar af starfsmönnunum sjálfum, af þjónustustjóra/gæðastjóra ræstifyrirtækisins, af verkkaupa sjálfum eða af vottuðum þriðja aðila.

Þegar hægt er að mæla gæði ræstinga er möguleiki á að tengja fjárhagslega umbun eða refsingu við frammistöðu ræstiverktakans.

Mikilvægt að framkvæma úttektir reglulega

Úttektir eru framkvæmdar með því að rými eru valin í slembiúrtaki, mögulega með hjálp smáforrits og mat lagt á ræstingar í sjónrænni úttekt. Út frá niðurstöðum úttektarinnar má sjá hvort ræstingarnar séu samkvæmt því gæðastigi staðalsins sem samið var um; hvort skoðunin stendur eða fellur. Þar með eru loksins komin töluleg gildi sem leggja mat á gæði ræstinganna. Smáforritið Avistatime er sérhannað til að velja rými í slembiúrtaki, leiða skoðunina áfram með rafrænum gátlistum og birtir niðurstöðuna samstundis eftir að öll rými eru skoðuð.

Viltu vita meira?

Við höfum öll réttindi til að gera útboðsgögn fyrir ræstigögn í anda INSTA 800 og getum einnig verið óháður skoðunaraðili þar sem við erum með vottað þekkingastig 3 og 4 í staðlinum.

Hafðu endilega samband ef þú vilt fræðast nánar um aðferðafræðina og skoðum hvort það henti þér og þínum vinnustað.