Erindi á ráðstefnu um brúarhönnun

03.09.2019

Fréttir
Tree lined up road leading towards a pedestrian overpass under sunny anda clear sky

EFLA sá um verkfræðihönnun nýrrar göngubrúar yfir Breiðholtsbraut.

EFLA tekur þátt í ráðstefnu alþjóðasamtaka brúar- og burðarþolsverkfræðinga, IABSE, sem fer fram í New York í vikunni. Þar flytur Magnús Arason, byggingarverkfræðingur, erindi um tvö ný verkefni sem EFLA hefur unnið að, Breiðholtsbrú í Reykjavík og Ullevaalbrú í Osló.

Erindi á ráðstefnu um brúarhönnun

Það eru alþjóðlegu samtökin, The International Association of Bridge and Structural Engineers (IABSE), sem standa að ráðstefnunni og fer hún fram í New York dagana 4-6 september. Þátttakendur koma víðs vegar að en ráðstefnan er ætluð byggingarverkfræðingum, burðarþolshönnuðum, arkitektum, vísindamönnum, rekstraraðilum og öllum þeim sem hafa áhuga á hönnun og rekstri mannvirkja.

Viðfangsefni ráðstefnunnar í ár er „Evolving metropolis“ sem gæti útlagst sem þróun eða vöxtur borgarsamfélagsins og efnið er eftirfarandi.

  • Hönnun brúa sem endast inn í næstu öld
  • Húsnæði framtíðarinnar fyrir íbúa heimsins á öllum tekjustigum
  • Nýjasta tækni til að skapa sjálfbært og hagkvæmt samfélag fyrir alla
  • Nýjungar í burðarþolsverkfræði til að mæta vexti

Headshot of a man

Magnús Arason, byggingarverkfræðingur hjá EFLU.

Magnús Arason

Magnús Arason, fer fyrir öflugu sviði brúarhönnuða hjá EFLU, tekur þátt í ráðstefnunni og heldur erindi um nýleg brúarverkefni EFLU. Hann mun fjalla um nýju göngubrúna yfir Breiðholtsbraut í Reykjavík og áhugavert verkefni í Suður-Noregi þar sem unnið var að styrkingu tveggja stálbrúa. Þar var notast við „coiled-pins“ styrkingaraðferð sem aldrei áður hefur verið notuð í Noregi.

Einnig segir Magnús frá flaggskipsverkefni EFLU í Noregi, nýju hjóla- og göngubrúnni við Ullevaal þjóðarleikvanginn í Osló sem var unnið í samstarfi við BEaM architects.

An image of curved pedestrian bridge from bottom, with clear sky in the background

EFLA sá um verkfræðihönnun nýrrar göngubrúar yfir Breiðholtsbraut.

A pedestrian and bicycle bridge with people walking and running, set against a backdrop of greenery

Nýja göngu- og hjólabrúin við Ullevaal þjóðarleikvanginn í Osló.