Erindi um hátækni á UTmessunni

13.02.2019

Fréttir
A man smiling at a podium with big screen in the background

Vel sótt UTmessa fór fram síðustu helgi í Hörpu. Á föstudeginum var haldin ráðstefna fyrir fagfólk í upplýsingatækni og hélt Þorsteinn Helgi Steinarsson hjá EFLU erindi um hátækni á tímum stafrænnar byltingar.

UTMessunni er ætlað að sýna stærð og fjölbreytileika tölvugeirans á Íslandi og stuðla að fjölgun þeirra sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang. UTMessan felur í sér marga viðburði og meðal annars er fagráðstefna haldin á föstudeginum og opin sýning á laugardeginum þar sem almenningi boðið að koma og skoða það markverðasta í tölvugeiranum.

Verkefni EFLU í upplýsingatækni

Á ráðstefnunni á föstudeginum komu saman fagaðilar og aðrir áhugamenn um upplýsingatækni og hlýddu á erindi bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Meðal þeirra sem héldu erindi var Þorsteinn Helgi Steinarsson, fagstjóri gagnagrunns- og veflausna hjá EFLU.

Hjá EFLU er unnið að mörgum verkefnum þar sem hátækni og upplýsingatækni er notuð við úrlausn verkefna. Þorsteinn fjallaði um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar og verkefni tengdum landupplýsingakerfum, myndgreiningu, vegabréfum og snjallvæðingu fyrirtækja, bygginga og borga.

image of half moon with shiny glass structured background

Það er glæsilegt listaverkið Museum of the moon, eftir Luke Jerram sem er til sýnis í Hörpu.