EFLA tók virkan þátt í margvíslegum ráðstefnum og fagsýningum. Starfsfólk sótti fjölbreytta viðburði í þeirri viðleitni að kynna áhugaverðar lausnir og fylgjast með því sem er efst á baugi á hverju fagsviði fyrir sig.
Endurnýting og eldi á landi
EFLA var áberandi á fagsýningunni Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll í apríl. Þemað í kynningarbás EFLU, „Nýtum allt til góðra verka,“ var tileinkað endurnýtingu byggingarefna í ýmsum byggingarverkefnum. Básinn var unninn í samstarfi við listamennina Adrian Frey Rodriguez og Narfa Þorsteinsson frá Verkvinnslunni ogvakti mikla athygli. Básinn var af öllu leiti unnin úr úrgans efnivið að slökkvitækjum undanskyldum, Þá fékk efniviður bássins einnig áframhaldandi notkun eftir lok sýningarinnar.
Starfsfólk EFLU sótti Lagarlíf, ráðstefnu um eldi og ræktun, sem haldin var í Hörpu. Fyrirtækið tók einnig þátt á Framadögum sem haldnir voru í Háskólanum í Reykjavík, tæknideginum á Utmessunni í Hörpu og Fagþingi Samorku í Hveragerði.

Matarspor og kolefnislosun
EFLA kynnti Matarspor, umhverfisvænan þjónustuvef, á Stóreldhúsinu, árlegri fagsýningu sem haldin var í Laugardalshöll. Matarspor gerir mötuneytum og matsölustöðum kleift að reikna kolefnisspor og bera saman næringargildi ólíkra rétta. Fjöldi gesta kynnti sér lausnina og Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur, flutti áhugaverðan fyrirlestur um umhverfisáhrif matar og Matarspor.
Starfsfólk EFLU sótti einnig Iceland Geothermal Conference, sem var haldin í maí, þar sem ráðstefnugestir fengu innsýn í umfangsmikla þekkingu EFLU á sviði jarðvarma. Í júní stóð fyrirtækið fyrir rafrænni kynningu sem fjallaði um möguleika til að draga úr kolefnislosun í byggingariðnaði, hluta af norrænu samstarfsverkefni.

Ráðstefnur og pallborðsumræðum
EFLA stóð fyrir málstofu á Arctic Circle-ráðstefnunni undir heitinu „Ensuring Stable and Reliable Operation of Future Sustainable Power Grids. “ Fundurinn fjallaði um áskoranir í tengslum við nýtingu vindorku í litlum og einangruðum orkukerfum eins og því íslenska. Hjörtur Jóhannsson, rafmagnsverkfræðingur hjá EFLU, stóð fyrir pallborðsumræðum sem vöktu mikinn áhuga fundargesta.
Hafnasambandsþing var haldið á Akureyri, þar sem verkfræðingar EFLU kynntu hugmyndir um orkuhafnir til grænnar framtíðar.
Fulltrúar EFLU voru áberandi á alþjóðlegum viðburðum á árinu, þar á meðal HYDRO 2024 í Graz í Austurríki, sem fjallaði um vatnsaflsvirkjanir. Birta Kristín Helgadóttir og Helga Jóhanna Bjarnadóttir sóttu COP29 ráðstefnuna í Bakú og tóku þátt í umræðu um loftslagsvár.
