Fjallaði um vistvæna hönnun og vottun bygginga

11.11.2016

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU, var fengin til að fjalla um vistvæna hönnun og vottun bygginga á Íslandi á árlegum haustfundi SATS, samtaka tæknimanna sveitarfélaga.

Fjallaði um vistvæna hönnun og vottun bygginga

Haustfundurinn var haldinn föstudaginn 4. nóvember á Hótel Sögu að viðstöddum aðilum frá SATS, Félagi byggingarfulltrúa, Félagi skipulagsfulltrúa sveitarfélaga og Samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra.

BREEAM vottun á endurgerð skrifstofuhúsnæðis

Í fyrirlestrinum fjallaði Helga um vistvottun bygginga á Íslandi skv. alþjóðlega viðurkennda vottunarkerfinu BREEAM. Hún fór yfir það hvað vistvæn hönnun er, hvaða viðmið eru notuð hér á landi og hver væri ávinningurinn af vistvænni hönnun og vottun. Þá sagði Helga frá þeim fjórum íslensku byggingum sem þegar hafa fengið BREEAM vottun á Íslandi:

- Snæfellsstofa - gestastofa að Skriðuklaustri í Vatnajökulsþjóðgarði, sem bæði hefur hlotið hönnunarvottun og vottun fyrir fullbúna byggingu

- Höfðabakki 9, endurgerð skrifstofuhúsnæðis EFLU sem hefur hlotið vottun fyrir endurgerð byggingar - fullbúin bygging.

- Náttúrufræðistofnun Íslands, fullbúin bygging.

- Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, hönnunarvottun.

Helga sagði einnig frá ferlinu við endurgerð byggingar á skrifstofuhúsnæði EFLU og hvernig unnið var að vottuninni við þær framkvæmdir.

Önnur BREEAM verkefni hjá EFLU

EFLA hefur unnið með fleiri byggingar í BREEAM ferli þar sem markmið byggingaraðila er m.a. að innleiða vistvæna hönnun og auka gæði bygginga:

- Sjúkrahótelið í Nýja Landsspítalanum

- Meðferðakjarninn í Nýja Landsspítalanum

- Rannsóknarhúsið í Nýja Landsspítalanum

- Bygging HÍ í Nýja Landsspítalanum

- Bílastæðahús í Nýja Landsspítalanun

- Hús íslenskra fræða

- Stækkun gestastofu á Hakinu á Þingvöllum

- Þjóðgarðamiðstöð við Hellissand í Snæfellsnes

Fjölbreytt og öflug þekking á sviði umhverfismála

EFLA sinnir alhliða umhverfisráðgjöf til fyrirtækja, einstaklinga, stofnana og sveitarfélaga. Í því felst fjölbreytt aðkoma að ólíkum verkefnum á ýmsum stigum sem tengjast umhverfismálum. Aukin vitund almennings, fyrirtækja og sveitarfélaga um að setja umhverfismál í forgang og huga að vistvænum áherslum kallar oft á tíðum á breytt vinnubrögð og umgengni. Þar geta sérfræðingar EFLU á sviði umhverfismála komið að og veitt fjölbreytta þjónustu varðandi umhverfisráðgjöf og vistvænar lausnir.