Framtíðarfræði rædd hjá EFLU

16.06.2018

Fréttir
A man giving presentation using hand gestures to a group of people

Andrew Curry ræðir um framtíðarfræði.

Stjórnvísi hélt vel sóttan fund um framtíðarfræði hjá EFLU þann 14. júní. Á fundinum fjallaði Andrew Curry, sérfræðingur um framtíðarfræði, um aðferð sem nefnist Three Horizon.

Framtíðarfræði rædd hjá EFLU

Aðferðin sem gæti kallast á íslensku „Hvað er við ystu sjónarrönd“ fjallar um hvernig hægt er að greina sóknarfæri til skemmri og lengri tíma. Við slíka greiningu er hægt að nota gagnlegt líkan „Three Horizon Model“, sem í þremur skrefum getur spáð fyrir hvernig breytingar þróast til lengri tíma. Þannig má nota líkanið við skipulagningu, móta sýn til framtíðar ásamt því að hvetja til nýsköpunar og þróunar.

Andrew Curry útskýrði aðferðafræðina og fékk fundargesti til að framkvæma stutta greiningu sem varpaði skýrari ljósi á notkunargildi líkansins.

EFLA þakkar félögum í Stjórnvísi fyrir komuna og fyrir áhugaverðar umræður sem sköpuðust um málefnið.

Myndir frá fundinum