Framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi

13.10.2020

Fréttir
A group of people gathered in front of a modern building with some Icelandic text "Framurskarandi fyrirtæki"

Starfsfólk EFLU er kampakátt með að vera á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki 11. árið í röð.

EFLA er á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2020 samkvæmt mati Creditinfo. Þetta er ellefta árið í röð sem EFLA hlýtur þessa viðurkenningu og er jafnframt eitt af 70 fyrirtækjum sem hafa verið á listanum frá upphafi.

Það er Creditinfo sem vinnur greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og þurfa þau sem teljast framúrskarandi að uppfylla ströng skilyrði.

Ekki sjálfgefið að ná þessum árangri

Það er ekki sjálfgefið að ná árangri sem þessum og að baki honum liggur mikil vinna. EFLA er afar stolt af árangrinum sem náðst hefur með samheldni og sterkri liðsheild starfsfólks fyrirtækisins. „Þessi niðurstaða ber vott um ábyrgan rekstur og traustan grundvöll fyrirtækisins, samhliða stöðugri þróun og sókn til framfara. Árangurinn skýrist ekki síst af markvissri stefnumörkun og óbilandi vilja og elju starfsfólks fyrirtækisins í stöðugri sókn til betri árangurs. Á þessu tímabili hefur EFLA tvöfaldast í stærð og um leið náð að vera framúrskarandi samfélagsþegn með þessum hætti.“ segir Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU.

A man posing with  a smile

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU.

Hvað gerir fyrirtæki að framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo?

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti yfir 100 milljónir króna síðustu þrjú ár

Nánari upplýsingar á vef Creditinfo.