Framúrskarandi rekstur frá upphafi

20.09.2019

Fréttir
Modern commercial building with some Icelandic text "Framurskarandi fyrirtæki"

EFLA hefur verið framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi.

EFLA verkfræðistofa er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2019 samkvæmt mati Creditinfo. Þetta er í tíunda sinn sem EFLA fær viðurkenningu þess efnis og hefur fyrirtækið verið á lista framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi.

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur. Fyrirtæki sem komast á þennan lista byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa.

Hvað gerir fyrirtæki að framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo?

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 og 2018
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú rekstrarár
  • Eignir yfir 100 milljónir króna 2018, 100 milljónir króna 2017 og 90 milljónir króna 2016

Við erum stolt af árangrinum og þökkum viðskiptavinum okkar það traust sem okkur er sýnt, og að sjálfsögðu starfsmönnum EFLU afbragðs framgöngu. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Nánari upplýsingar á vef Creditinfo.