Fráveitumál rædd hjá Samorku

21.11.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Samorka hélt hádegisverðarfund þar sem farið var yfir stöðu, uppbyggingu og áskoranir fráveitumála á landinu. Sérfræðingar í fráveitumálum fluttu erindi og fjölluðu um málefnið á breiðum grundvelli. Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU, tók þátt í fundinum og fjallaði um stöðu fráveitna og framtíðarhorfur.

Fráveitumál rædd hjá Samorku

Slæmt ástand veitukerfa

Í erindi Reynis kom m.a. fram að heilt yfir væru fráveitulagnakerfi landsins illa á sig komin og að þó nokkuð þyrfti að framkvæma til að skólp væri hreinsað með fullnægjandi hætti. Það sem helst þyrfti að laga væri ástand lagnakerfa, byggja hreinsistöðvar og sniðræsi, hreinsa ofanvatn og að auka afköst kerfanna.

Jafnframt gerði Reynir grein fyrir niðurstöðum könnunar meðal fráveitna um land allt á því hve miklar framkvæmdir væru fyrirhugaðar. Í ljós kom að fyrirhugaðar eru framkvæmdir sem nema um 5 milljörðum króna á næstu 5 árum til að auka skólphreinsun. Við þær framkvæmdir hækkar hlutfall landsmanna sem búa við skólphreinsun úr um 75% í um 90%.

Skýrsla um ástand innviða

Ný skýrsla Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga fjallar um ástand innviða á Íslandi og framtíðarhorfur. Þar kemur m.a. fram að fráveitur og vegir væru verst staddir.

EFLA er leiðandi í ráðgjöf á sviði fráveituhreinsunar, hönnunar veitukerfa og veitumannvirkja og hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum fráveitumálum bæði innanlands og erlendis, t.d. á Mývatni , Akureyri, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Noregi.