Fulltrúar EFLU á Iceland Geothermal Conference

27.05.2024

Fréttir
Laug með jarðvarma.

Starfsfólk EFLU mun sækja alþjóðlegu ráðstefnuna Iceland Geothermal Conference (IGC) sem verður haldin í Hörpu dagana 28.-30. maí. Þetta er í fimmta sinn sem ráðstefnan er haldin en þar koma saman sérfræðingar á sviði jarðvarma víðsvegar að úr heiminum.

Þrjú erindi frá EFLU

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru jarðhitalausnir og hvernig þær geta haft áhrif á borgarlandslag og verið lykilþáttur þegar kemur að því að ná fram kolefnishlutleysi. Þar verður meðal annars rætt um arðsemi í grænu hagkerfi, loftslagsþol, nýsköpun, sjálfbæra samfélagsuppbyggingu og fjölbreytta möguleika jarðavarma.

Þau Aron Óttarsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, Alexandra Kjeld, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, og Reynir Sævarsson, fyrirliði viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, verða fulltrúar EFLU á ráðstefnunni og verða öll með erindi. Auk þeirra verða tveir sérfræðingar, Birta Kristín Helgadóttir og Hulda Kristín Helgadóttir, fundarstjórar. Þá verður EFLA einnig með kynningarbás á sýningarsvæði ráðstefnunnar.

Erindi Arons Óttarssonar ber heitið Geothermal Lagoon, Reynir Sævarsson verður með erindi sem ber heitið Actions and Plans to Increase Energy Security in the Suðurnes Region due to Volcanic Activity og erindi Alexöndru Kjeld kallast Geothermal Utilisation in Iceland.

Nánari upplýsingar um þátttöku EFLU á ráðstefnunni.