Fyrirlestur um notkun á ómönnuðum flugvélum

09.12.2014

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Trimble Dimension 2014 er notendaráðstefna Trimble var haldin í Las Vegas í nóvember. Trimble er einn stærsti framleiðandi landmælingatækja í heiminum. Páll Bjarnason, svæðisstjóri EFLU Suðurlandi hélt þar fyrirlestur um notkun ómannaðra flugvéla við loftmyndatöku á Íslandi. EFLA er framarlega hvað þessa tækni varðar í heiminum og var fyrirlestur Páls því áhugaverður og upplýsandi fyrir ráðstefnugesti sem voru um 4.000 talsins.

Fyrirlestur um notkun á ómönnuðum flugvélum við loftmyndatöku

EFLA hefur, í samvinnu við Suðra ehf. og UAS Iceland ehf., unnið að loftmyndatöku með ómönnuðum flugvélum í yfir tvö ár. Notaður hefur verið búnaður frá Trimble, flugvélaar sem sem kallast X100 og UX5 sem og UAS Master hugbúnaður til úrvinnslu gagna úr fluginu.

Nú hafa verið unnin yfir 20 verkefni stór og smá, frá 0,5 km2 að 100 km2 og flughæð frá 150m að 500m yfir landi. Alls hefur verið flognir meira en 3.500 km í þeim verkefnum sem hafa verið unnin. Mikil reynsla hefur fengist við þau verkefni sem unnin hafa verið ekki síst vegna þess að aðstæður hér á landi eru erfiðar og gera miklar kröfur til þeirra sem vinna við flugið og úrvinnslu gagnanna.