Fyrsta skóflustungan að heilsusamfélagið í Hveragerði

17.05.2022

Fréttir
computer generated visualization of a residential complex with multiple buildings

Lindarbrún er heilsusamfélag í 84 sjálfbærnivottuðum íbúðum í nálægð við Heilsustofnun.

Fyrsta skóflustungan að heilsusamfélagi við Lindarbrún í Hveragerði var tekin í byrjun maí. EFLA ásamt arkitektastofunni Arkþing Nordic unnu hugmyndasamkeppni fyrir svæðið og munu hanna alls 84 sjálfbærnivottaðar íbúðir á svæðinu.

Fyrsta skóflustungan að heilsusamfélagið í Hveragerði

Íbúðunum er skipt í fimm klasa sem eru tengdir saman með upphituðum göngustígum. Hverri íbúð fylgir einnig stæði í bílakjallara sem er tengdur við lyftuhús. Hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla og hjól og góðar göngu- og hjólaleiðir. Sérstök áhersla verður lögð á nálægð við náttúruna, gott göngustígakerfi sem tengist bæjarstígum. Íbúar verða með þjónustusamning við Heilsustofnun sem gerir fólki kleift að huga að sinni heilsu.

Alls verða 18 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga. Jarðvinna er þegar hafin og er áætlað að framkvæmdatími verði um 12-15 mánuðir. Íbúðirnar verða umhverfisvottaðar og er notast við LEED vottun en þetta verða fyrstu LEED vottuðu byggingarnar á Íslandi.

Áætlað er að íbúðrnar fari í sölu í janúar 2023.