„Mjög vel hefur gengið að vinna að þessum verkefnum, starfsfólk hefur tekið vel á móti mér og hjálpað við að komast af stað,” segir Atli Guðjónsson sem var hluti af sumarstarfsfólki EFLU í sumar. Atli er 31 árs Reykvíkingur með B.Sc gráðu í orku- og umhverfistæknifræði.
Gefur góða reynslu fyrir framtíðarstörf
„Ég hef mest unnið að verkefni fyrir tækifæri til kolefnisjöfnunar, styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Snýst það um að gera samantekt á stöðu valkvæða kolefnismarkaða og kortleggja þau tækifæri sem eru til staðar á Íslandi við framleiðslu á vottuðum kolefniseiningum,“ útskýrir Atli sem hefur einnig tekið þátt í verkefni sem snýr að orkuskiptum þungabifreiða.
Auðvelt að leita til samstarfsfólks
Atli hóf störf hjá EFLU í júní á þessu ári og hefur verið ánægður með viðtökurnar. „Starfsfólk hefur tekið vel á móti mér og hjálpað við að komast af stað. Auðvelt er að leita til allra varðandi leiðbeiningar eða aðstoð,“ segir hann og bætir við að þessi reynslan muni nýtast mjög vel. „Það er ljóst að þessi starfreynsla og innsýn inn í starf EFLU gefur góða reynslu fyrir framtíðarstörf.“
Hann klárar senn master í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og útskrifast frá umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Annars er framtíðin ekki ráðin. „Það er óljóst hvað ég stefni á eftir nám, en draumurinn væri vinna líkt því sem ég hef fengið að kynnast hjá EFLU,“ segir Atli að lokum.