Glæsilegir kandídatar frá EFLU

22.02.2011

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Starfsmenn EFLU Verkfræðistofu - fyrstu kandídatar úr Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar

Glæsilegir kandídatar frá EFLU

Það voru glæsilegir kandídatar frá EFLU verkfræðistofu sem útskrifuðust úr Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands föstudaginn 11. febrúar. 2011.

Þetta var í fyrsta sinn sem kandídatar voru brautskráðir úr Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar sem er tveggja missera námsbraut sem fór fyrst af stað í ársbyrjun 2010.

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu, hélt hátíðarræðu þar sem stór hópur kandídata úr Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar kemur einmitt frá EFLU. Guðmundur talaði m.a. um mikilvægi menntunar og hvernig hún getur víkkað sjóndeildarhringinn og hann fagnaði nýrri þekkingu sem starfsmenn hans koma nú með í hús.

Nína Helgadóttir, kandídat úr Verkefnastjórnun - Leiðtogaþjálfun hélt ávarp fyrir hönd nemenda og sagði m.a. að Endurmenntun ?rokkaði feitt".

Sigríður Sigurðardóttir starfsmaður EFLU var dúx í Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar og fékk verðlaun fyrir. EFLA verkfræðistofa óskar öllum til hamingju með glæsilegan árangur!