Síðastliðinn föstudag fór fram golfmót viðskiptavina EFLU. Það voru 92 kylfingar sem tóku þátt í mótinu sem fór fram við frábærar aðstæður á Grafarholtsvelli.
Golfmót viðskiptavina EFLU
Grafarholtsvöllur skartaði sínu besta föstudaginn 20. ágúst þegar árlegt golfmót viðskiptavina EFLU fór fram. Veður var með besta móti, þurrt og lítill vindur, alveg kjörinn til að spila golf. Í ljósi aðstæðna sökum Covid-19 og til að virða sóttvarnarreglur var fyrirkomulagið með óhefðbundnu sniði. Þannig fór ekki fram sameiginlegur hádegismatur í klúbbhúsi og voru verðlaunin keyrð heim til sigurvegara að móti loknu. Leikmennirnir mættu beint á rásteig, spiluðu sinn hring með sínu holli og nutu veitinga úti á golfvellinum.
Betri bolti í 23 hollum
Afar góð þátttaka var á mótið en 92 leikmenn skráðu sig til leiks í 23 hollum. Leikfyrirkomulag var svokallaður fjögurra manna betri bolti, þar sem allir spila sínum bolta og skrá besta punktaskorið á hverri holu á skorkortið. Keppnin var jöfn og skildi einungis einn punktur fyrsta og annað sætið að.
Úrslit urðu eftirfarandi
- 1.sæti – Böðvar Jónsson, Björn Ingi Edvardsson, Guðmundur Sigvaldason og Ásgrímur Guðmundsson með 56 punkta
- 2.sæti – Ingi Ingason, Rúnar Magnússon, Smári Jóhannsson og Steinar Friðgeirsson með 55 punkta
- 3.sæti – Helgi Lárusson, Júlíus Jón Jónsson, Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Pétur Már Sigurfinnsson með 55 punkt
Við óskum sigurvegurunum hjartanlega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum leikmönnum mótsins fyrir ánægjulega samverustund.
Myndagallerí
- 1 / 5
Leikið var með betri bolta fyrirkomulagi í 23 hollum
- 2 / 5
Ingibjörg og Sæmundur frá EFLU færðu golfurum veitingar á vellinum.
- 3 / 5
Jón Axel og Anna Bára frá EFLU voru einnig á veitingabíl enda mikilvægt að vera vel nærður á golfmóti.
- 4 / 5
Veðrið var með besta móti.
- 5 / 5
Frá Grafarholtsvelli.