Hafnasambandsþing í Hofi á Akureyri

25.10.2024

Fréttir
Maður heldur fyrirlestur.

Fyrirlestur Majid Eskafi, hafnarverkfræðingur hjá EFLU, á þinginu.

Fulltrúar EFLU tóku þátt á Hafnasambandsþingi sem fór fram í Hofi á Akureyri síðustu daga. Lúðvík Geirsson, formaður Hafnasambands Íslands, setti þingið, sem það 45. í röðinni, í gær.

Orkuhafnir til grænnar framtíðar

Jón Heiðar Ríkharðsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, og Majid Eskafi, hafnarverkfræðingur hjá EFLU, tóku þátt á þinginu. Þeir voru með erindi sem kallast Orkuhafnir til grænnar framtíðar undir liðnum Hafnir og orkumál.

Áhrif loftlagsbreytinga á heimsvísu og aukin orkuþörf undirstrikar mikilvægi sjálfbærra orkulausna. Með því að viðurkenna mikilvægi sjávarútvegs í alþjóðaviðskiptum geta umskiptiyfir í nýtingu sjálfbærrar orku stuðlað verulega að því að mæta íslenskri og alþjóðlegri loftslagsstefnu.

„Því er afar mikilvægt að kanna hlutverk hafna sem orkumiðstöðva og hvernig hafnir geta stuðlað að orkuskiptum og kolefnissviptingu," segir Dr. Majid Eskafi. Á þinginu kynnti Majid nálgun við orkuskipti í íslenskum höfnum og möguleika á uppbyggingu sjálfbærra orkumiðstöðva. Þá fjallaði Jón Heiðar um áskoranir þess að nota mismunandi grænt eldsneyti í höfnum og skipaflutningum.

Fjölbreytt málefni

Í sama dagskrárlið, Hafnir og orkumál, fjallaði Kolbeinn Óttarsson Proppé um verkefnið sem Grænafl vinnur að á Siglufirði í samstarfi við EFLU. Á þinginu var einnig fjallað um fjölbreytt málefni er varða íslenskar hafnir. Má þar nefna ný endurskoðuð hafnalög og farþegaskip við Ísland og á Norðurslóðum.

Hafnasamband Íslands var stofnað árið 1969 að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar sem hafnamál eru mjög sérhæfð var ákveðið að stofna sérstakt samband hafna. Hlutverk sambandsins er að koma fram gagnvart ríkisvaldinu og öðrum í málum er varða hafnirnar. Verkefni sambandsins felast í því að efla samstarf hafnanna og að vinna að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum þeirra, svo sem samræmingu á reglugerðum og gjaldskrám og með því að miðla reynslu og upplýsingum.

Nánari upplýsingar um þingið má finna á vefsíði Hafnasambandsins.