Sérfræðingar EFLU á sviði orkuflutnings sinna nú verkefni sem snýst um að hanna mikilvægar háspennulínur í suðvestur Svíþjóð. Hönnun fer að mestu fram hjá sérfræðingum EFLU á Íslandi en auk þess kemur starfsfólk EFLU í Svíþjóð að verkefninu.
Tengist fyrsta verkefni EFLU erlendis
Verkefnið snýst um að rífa núverandi 400 kV háspennulínu úr stálmöstrum, sem er orðin um 70 ára gömul, og byggja nýja 400 kV háspennulínu sem uppfyllir núverandi staðla. Nýja línan hefur jafnframt með meiri flutningsgetu en fyrri lína. Lengd línunnar er u.þ.b. 70 km. og ný möstur verða ca. 190 stk.
Í þessu tilfelli eru tvær línur samsíða og eru taldar það mikilvægar fyrir Suðvestur-Svíþjóð að þær geti ekki báðar verið úr rekstri samtímis sem flækir verkefnið umtalsvert. Inn í verkefnið fellur að endurnýta núverandi sambyggð möstur með samsíða línu sem hluta af báðum samsíða línum, en EFLA kom að hönnun samsíðu línunnar og sambyggðu mastranna á sínum tíma og var það fyrsta verkefni fyrirtækisins erlendis. Upprunalega stóð til að háspennulínurnar tvær yrðu byggðar sem tvær óháðar línur en seint í verkefninu breytti verkkaupi óskum sínum og vildi að línurnar yrðu sambyggðar í núverandi sambyggðum möstrum, til að minnka helgunarsvæði línunnar.
EFLA hefur yfirumsjón útboðshönnunar og endurhönnun forhönnunar m.v. óskir verkkaupa, Svenska kraftnät. Sérfræðiþekking starfsfólks EFLU nýtist einkar vel í þessu verkefni þar sem EFLA er eitt fremsta fyrirtæki Norður-Evrópu á sviði háspennulína.