EFLA vann leiðbeiningarnar fyrir Umferðar- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og eru þær liður í að framfylgja hjólastefnu borgarinnar sem birt var í ritinu Hjólaborgin Reykjavík.
Hönnun fyrir hjólaumferð
Við gerð leiðbeininganna var litið til rannsókna, reynslu og áherslna annarra þjóða, bæði austan hafs og vestan, og var þá sértaklega litið til umferðaröryggis.
Eins og segir í inngangi leiðbeininganna þá er markmið þeirra að bæta og samræma gæði þeirra lausna sem hannaðar eru fyrir hjólreiðamenn í Reykjavík. Með bættum aðbúnaði fyrir þá má búast við auknum hjólreiðum sem aftur mun hafa jákvæð áhrif á umhverfi og lýðheilsu borgarbúa. Auk þess munu fleiri hjólreiðamenn stuðla að auknu öryggi þeirra sjálfra í umferðinni.
Leiðbeiningarnar má nálgast á vef Reykjavíkurborgar