Hönnun nýrrar stórskipahafnar í Nuuk

01.09.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

EFLA verkfræðistofa vinnur að hönnun nýrrar stórskipahafnar á Qeqertat í Nuuk, Grænlandi í alverktöku með danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff fyrir Sikuki A/S.

Hönnun nýrrar stórskipahafnar í Nuuk

Heildarverkefnið felst í stækkun hafnarinnar og hafnarsvæðisins í Nuuk sem og byggingu mannvirkja á hafnarsvæðinu: skrifstofubyggingu, verkstæði, pakkhúsi, kæli- og frystihús. Hafnarsvæðið verður 50.000 m2 að stærð og heildarflatarmál bygginga er um 4.700 m2.

EFLA annast hönnun bygginganna, þ.e. hönnunarstýringu, burðarvirki, raflagnir, hljóðvist, brunahönnun sem og lagnir og loftræsingu en Rambøll DK annast hönnun hafnarsvæðisins, stækkun og hönnun lóðarinnar. Heildarfjárfesting vegna verkefnisins er áætluð um 8 milljarðar.

Hluti af framkvæmdunum felst í sprengingu á 300.000 m3 af efni innan hafnarsvæðisins, stækkun hafnarbakkans og dýpkun hafnarinnar.

Hönnun við verkefnið hófst í ársbyrjun 2015, en framkvæmdir hófust um mitt ár 2015 og ráðgert er að framkvæmdum ljúki í árslok 2016.