Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar

22.01.2020

Fréttir

Gefnar hafa verið út nýjar hönnunarleiðbeiningar um þróun samgöngukerfa fyrir hjólreiðar. EFLA, í samstarfi við samráðshóp, sá um gerð hönnunarleiðbeininga sem eru gefnar út af samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Vegagerðinni.

Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar

Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging innviða fyrir hjólreiðar. Íslenskar leiðbeiningar um hönnun fyrir hjólreiðar hafa verið settar fram af Reykjavíkurborg frá árinu 2010 og hefur nú uppfærð og endurskoðuð útgáfa verið gefin út sem tekur m.a. tillit til nýrra umferðarlaga sem tóku gildi 2020. Hönnunarleiðbeiningunum er ætlað að bæta og samræma gæði þeirra lausna sem hannaðar eru fyrir hjólreiðamenn á höfuðborgarsvæðinu.

Markmiðið með leiðbeiningunum er að setja fram leiðarvísi sem tryggir með samræmdum hætti örugga og greiða umferð hjólreiðarmanna sem er í samræmi við markmið sveitarfélaga um að bæta aðstæður til hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu.

Áherslur nýju leiðbeininganna er m.a. að aðskilja gangandi og hjólandi vegfarendur og að auka samspil og samvinnu akandi, hjólandi og gangandi. Leiðbeiningarnar verða notaðar af öllum hönnuðum fyrir öll sveitarfélög á landinu og fyrir Vegagerðina ásamt því að koma að notum við rýni á hönnun hjólastíga.

Hönnunarleiðbeiningarnar má sjá á eftirfarandi vefsíðum:

Reykjavíkurborg

Samstök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Vegagerðin