Sem kunnugt er hefur EFLA annast framkvæmdaeftirlit við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík.
Nú fyrir skömmu flutti Háskólinn í Reykjavík starfsemi sína í nýja húsnæðið við Nauthólsvík, að Menntavegi 1 (101 Reykjavík).
Þar hafa nú um 2.000 nemendur og um 300 lærimeistarar og aðrir starfsmenn sinn vinnustað.
Í haust ætlar HR að vera kominn með alla starfsemina á þennan fallega stað og í þetta glæsilega húsnæði.
Í tilskrifi frá einum starfsmanna EFLU segir: "Vegna alls gáfufólksins sem þarna hefur sinn vinnustað dettur manni í hug orðið greindarvísitala.
Þótt ekki sé dregin í efa há greindarvísitala þeirra sem komið hafa að framkvæmdinni sjálfri fram til þessa, skulum við vona með framtíð Íslands í huga (og ekki veitir af eins og þjóðhagsstaðan er í dag) að greindarvísitalan við Menntaveg 1 hafi stórlega hækkað nú þegar háskólinn er kominn með allt sitt fólk á svæðið".
EFLA sendir öllum HR-ingum árnaðaróskir.