Í dag, miðvikudag 13. desember, fer fram stofnfundur Hringvangs. Þar mun Elín Þórólfsdóttir arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur á samfélagssviði EFLU kynna Hringrásarvegginn sem er samstarfsverkefni EFLU, Basalt arkitekta og Jáverks.
Hringrásarveggurinn á stofnfundi Hringvangs
Hringvangur er sjálfstæður vettvangur fyrir samskipti um hringrásarhagerfi í byggingariðnaði. Með Hringvangi er ætlunin að efla tengslanet og auka samvinnu milli ólíkra hagsmunaaðila í byggingariðnaðinum. Stofnfundur vettvangsins fer fram í dag klukkan 15:00 – 16:30 í Hvammi á Grand Hótel.
Meðal þeirra sem halda erindi á stofnfundinum er Elín Þórólfsdóttir sérfræðingur EFLU. Elín kemur til með að fjalla um Hringrásarvegginn, rannsóknarverkefni sem hlaut styrk frá Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytinu.
Markmiðið með Hringrásarveggnum er að hanna lausn að innivegg sem er framleiddur úr hringrásarefnum eða úrgangstraumum og hægt verður að kaupa vegginn tilbúinn úti í búð.
Unnið var að þremur veggjatýpum: pappa- gler og steypuvegg sem eru allir með umtalsvert lægra kolefnisspor en sambærilegir veggir. Auk þess eru þeir eru sveigjanlegir í notkun og hægt er að taka þá niður og setja upp á nýjum stað í annars konar mynd með einföldum hætti, án þess þó að tapa gæðum eða minnka endurnýtt efnismagn. Með þessum hætti veiti hringrásarveggurinn sveigjanleika þegar kemur að rýmisnotkun bygginga.
Hringrásarveggur í vinnslu
Við hvetjum áhugasama til að kynna sér dagskrá stofnfundar Hringvangs hér.
- 1 / 5
- 2 / 5
- 3 / 5
- 4 / 5
- 5 / 5