Hugarflugsherbergið Skínandi

12.09.2019

Fréttir
A man presenting to a small group of people in a meeting room with big screen and modern decor

Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri þróunar hjá EFLU, stýrði hugarflugsdegi í Skínanda.

EFLA leggur mikla áherslu á nýsköpun og þróun í allri sinni starfsemi. Sem liður í þeirri vegferð hefur sérstakt hugarflugsherbergi, Skínandi, verið tekið í notkun. Herbergið er hugsað sem vettvangur til að þróa hugmyndir í hvetjandi umhverfi.

EFLA hefur komið að fjölmörgum nýsköpunar- og þróunarverkefnum og verið í forystu í mörgum spennandi verkefnum, allt frá hugmynd að veruleika. Hugarflugsherberginu Skínanda er ætlað til að hýsa fundi sem hafa óhefðbundnar kröfur þar sem hugsað er fyrir aðbúnaði sem stuðlar að skapandi hugsun.

Aðferðafræði hugarflugs

Til að miðla þekkingu og veita leiðsögn sem stuðla að nýsköpunarverkefnum var hugarflugsdagur EFLU haldinn í tengslum við opnun Skínanda. Allir áhugasamir starfsmenn gátu skráð sig á hugarflugsfund þar sem þrjú ólík viðfangsefni voru rædd í þaula út frá ákveðinni aðferðafræði til að hámarka árangur fundarins.

Fundirnir voru vel sóttir og þróuðust þeir í afar mismunandi áttir en allir voru þeir fjörugir og sköpuðust á þeim góðar umræður. Umhverfið í Skínanda er hugsað sem hvetjandi vettvangur þar sem hægt er að setjast niður í þægilegum sófa, skrifa hugmyndir á stóran töfluvegg eða á viðskiptamódelstöflu.

Tækifæri í tækninni

Nú þegar samfélög færast hratt inn í framtíðina með þeirri tæknibyltingu sem nú þegar er hafin þar sem gervigreind og snjallvélar spila sífellt stærra hlutverk. Með opnun Skínanda, til að auka teymishugsun og markvissari vinnubrögð við hugarflug, stígur EFLA eitt skref af mörgum í vegferð sinni til að efla nýsköpun og þróun.