Hvað eru margir naglar í súpunni?

06.03.2010

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

EFLA tók þátt í sýningunni VIÐHALD 2010 sem stóð dagana 6. og 7. mars í Smáralind og tók til viðgerða og endurnýjunar húseigna og annarra mannvirkja eins og heitið bendir til.

Bás EFLU vakti athygli fyrir laglega hönnun og rjúkandi naglasúpu

Hvað eru margir naglar í súpunni?

EFLA tók þátt í sýningunni VIÐHALD 2010 sem stóð dagana 6. og 7. mars í Smáralind og tók til viðgerða og endurnýjunar húseigna og annarra mannvirkja eins og heitið bendir til.

Bás EFLU vakti athygli fyrir laglega hönnun og rjúkandi naglasúpu, Gestir sýndu "innsetningunni" og upplýsingum sérfræðinga fyrirtækisins mikinn áhuga.

Getraun var í boði og máttu gestir giska á fjölda nagla í súpupottinum. Tæplega 500 tóku skriflega þátt og Garðbæingurinn Þórður Kárason, sem verðlaunin hlaut setti fram töluna 2879 en naglarnir

voru nákvæmlega 2880 talsins.

Ótrúlegt en satt, það munaði einungis 1 nagla!

Í sýningarlok fékk bás EFLU viðurkenningu sem besti bás sýningarinnar.