Hvalir Íslands

24.07.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Nýverið var opnuð ný sýning Hvalir Íslands úti á Granda í Reykjavík, en um er að ræða stærstu hvalasýningu Evrópu. Þar eru til sýnis, í tæplega tvö þúsund fermetra sal, 23 líkön af þeim hvalategundum sem synda um Íslandsmið.

Hvalir Íslands

EFLA sá um verkefnisstýringu, áætlanagerð og ýmsa aðra ráðgjöf í þessu verkefni sem sjóðurinn Icelandic tourism fund (ITF) og athafnamaðurinn Hörður Bender standa á bakvið.

ITF er sjóður í eigu Icelandair Group, Landsbankans og nokkurra lífeyrissjóða, en á stefnuskrá sjóðsins er að fjárfesta í uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu. Sjóðurinn hefur meðal annars fjárfest í ísgöngum á Langjökli sem nýlega voru opnuð, en EFLA kom einnig mikið að því verki.