Keflið afhent áfram

22.01.2021

Fréttir
A man standing against a white pillar and vertical wooden salt wall

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU. Mynd: Valli/Fréttablaðið.

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, hefur ákveðið að stíga til hliðar og taka að sér annað hlutverk í fyrirtækinu. Markaðurinn tók viðtal við Guðmund af þessum tímamótum.

Keflið afhent áfram

Guðmundur Þorbjörnsson hefur leitt EFLU frá stofnun árið 2008 og á þeim tíma hefur fyrirtækið tvöfaldað að stærð, bæði hvað varðar fjölda starfsmanna og umfang rekstrar. Í viðtalinu ræðir hann m.a. um kynslóðaskipti sem eru að eiga sér stað, samfélagsbreytingar, þróun viðskiptamódela og breytingar á vinnustaðamenningu.

Aðspurður um næstu skref innan EFLU segir Guðmundur hafa mikinn áhuga á að taka þátt í þeim samfélagsbreytingum sem séu að eiga sér stað og unnið sé að hjá EFLU, eins og vegferðinni til aukinnar sjálfbærni, stafrænni þróun og annarri umbreytingu á samfélagsgerðinni. Hann stefnir á að taka þátt í viðskipta- og vöruþróun, veita ráðgjöf og miðla þekkingu innan EFLU.

Sjá einnig starfsauglýsingu um stöðu framkvæmdastjóra EFLU.

Sjá ítarlegt viðtal