Klettagos

14.12.2010

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, opnaði formlega Gosverksmiðjuna Klett í 2. viku desember.

Klettagos

Verksmiðjan er ný drykkjar- og átöppunarverksmiðja, sem ætlar að hasla sér völl á innlendum markaði. Framleiðsla er hafin á þremur tegundum af bragðvatni ásamt kóladrykk. Verksmiðjan er í eigu 25 einstaklinga úr ýmsum áttum, til að mynda úr gosframleiðslu innanlands og erlendis.

Iðnaðarsvið EFLU sá um forritun á öllum vélbúnaði, teikningu stýriskápa og prófanir og gangsetningu tækjabúnaðar fyrir verksmiðjuna. Verksmiðjan er aðallega sett saman úr innfluttum verksmiðjueiningum frá Bandaríkjunum.

Stór hluti iðntölvustýringa vélbúnaðarins var endurnýjaður, en í nokkrum tilvikum voru eldri stýringar notaðar.