Kolefnisjöfnun vegna starfsemi

18.10.2019

Fréttir
Two men seated, shaking hands with white paper on the table

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, og Reynir Kristinsson, frá Kolviði, undirrita samkomulag um kolefnisjöfnun.

Þriðja árið í röð gerir EFLA samning við Kolvið um að kolefnisjafna þá losun gróðurhúsalofttegunda sem starfsemi EFLU veldur.

Kolefnisjöfnun vegna starfsemi

EFLA leggur mikla áherslu á að vera umhverfisvæn og bjóða viðskiptavinum upp á jákvæðari lausnir í umhverfislegu tilliti. Þannig reynum við að minnka matarsóun í mötuneyti, auka endurvinnslu, minnka pappírsnotkun og draga úr akstri og flugi starfsmanna ásamt því að hvetja til vistvæns ferðamáta. Sem liður í þeirri vegferð er EFLU bæði ljúft og skylt að kolefnisjafna alla beina og óbeina losun vegna starfsemi fyrirtækisins líkt og hefur verið gert síðustu 2 ár.

Til þess að reksturinn verði áfram kolefnishlutlaus í samræmi við loftslagsmarkmið EFLU hefur verið skrifað undir samkomulag við Kolvið og Votlendissjóð um að kolefnisbinda árlega losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækisins. Áætlað er að losun fyrir þetta ár verði um 416 tonn CO2 og mun Kolviður sjá um að kolefnisjafna helming þeirrar losunar með því að gróðursetja um 2.080 tré. Votlendissjóður mun svo kolefnisjafna hinn helming losunarinnar.