Kortlagning vegasalerna á þjóðveginum

02.11.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Vorið 2015 fékk EFLA styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir verkefnið "Kortlagning þarfar á salernisaðstöðu meðfram þjóðvegum Íslands".

Kortlagning vegasalerna á þjóðveginum

Verkefnið gengur út á að skoða og kortleggja núverandi stöðu í salernismálum við þjóðveg Íslands, sem og að meta þörf á úrbótum og fjölgun vegasalerna.

Verkefninu lýkur vorið 2016, en fyrstu niðurstöður liggja fyrir, sem sýna að langt er á milli vegasalerna sums staðar á hringveginum, og þá sérstaklega á kvöldin og nóttunni þar sem mörg vegasalernanna er að finna í söluturnum og verslunum. EFLA mun á komandi mánuðum vinna að tillögum að staðsetningu fleiri vegasalerna en verkefnið er unnið í samvinnu við Vegagerðina.

Fyrstu niðurstöður voru kynntar á Rannsóknarráðstefnu Vegargerðarinnar síðastliðin föstudag.

Ýmsir fjölmiðlar fjölluðu um niðurstöðurnar og ræddu við Ragnhildi Gunnarsdóttur umhverfisverkfræðing Ph.D og sérfræðing í fráveitumálum hjá EFLU. Við birtum hér hlekki á nokkur af þeim viðtölum:

Kvöldfréttir RÚV

Umfjöllun á mbl

Kvöldfréttir Stöðvar 2