Kynningar sumarstarfsfólks EFLU

18.08.2025

Fréttir
Hlæjandi fólk

Sumastarfsfólk EFLU hélt kynningar

Fyrir helgi fóru fram kynningar sumarstarfsfólks EFLU fyrir starfsfólki á Lynghálsi 4. Þar kynnti sumarstarfsfólk sem hefur unnið hjá fyrirtækinu í sumar hvað þau hafa verið að fást við og hvaða verkefnum þau hafa sinnt hjá EFLU yfir sumartímann.

Sumarstarfsfólk EFLU var ráðið inn bæði til höfuðstöðvanna á byggingarsvið, orkusvið, iðnaðarsvið og stoðsvið og á svæðisskrifstofur á vestur, austur-, norður-, og suðurlandi. 

Þau sem voru ráðin til sumarstarfa voru ýmist nýráðin eða höfðu áður verið í sumarstörfum hjá EFLU og fóru einhver úr hlutastarfi eða starfsnámi yfir í sumarstarf. 

Fjölbreytt aðkoma að verkefnum

Verkefnin sem voru kynnt og sumarstarfsfólk vann að í sumar voru af fjölbreyttum toga og tilheyrðu ýmist þjónustusviði EFLU eða voru hluti af stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum.

Meðal verkefna má nefna öryggis- og gæðaeftirlit tengt byggingum, jarðkannanir og mælingar, landtenging skemmtiferðaskipa, landslagshönnun í Borgarfirði og Hvalfirði, hönnun dælustöðvar, kortlagning á þörungarækt á Íslandi og tækifærum tengd því, kolefnisútreikningar, ýmsir útreikningar á raforkuverði og gervigreindarmódel fyrir hraðhleðslustöðvar.  

Kona heldur kynningu, EFLU lógó fyrir framan

Erfitt að hringja símtöl

Áskoranir í starfi geta verið margar og misjafnt hvað vefst helst fyrir fólki. Þegar nemendur eða útskrifaðir nemendur eru ráðnir til starfa hjá EFLU yfir sumartímann er lögð áhersla á að reynslan af starfinu sé raunverulega hagnýt og sambærileg því sem fólk kemur til með að upplifa þegar farið er út á vinnumarkaðinn. Eitt af því sem kom fram í kynningunum var að sumarstarfsfólki þætti erfitt að hringja símtöl tengd starfinu en þaðað hringja símtöl er sjaldan hluti af háskólanámi.

Eins kom fram hvað hefði komið sumarstarfsfólki mest á óvart og staðið helst upp úr eftir sumarið hjá EFLU. Í því samhengi kom fram að sumarstarfsfólk orkusviðs hafði upplifað magnaða heimsókn á Suðurnesin. Heimsóknin var hluti af árlegum orkusviðsdegi starfsfólks og var það Jón Haukur Steingrímsson, sérfræðingur EFLU á sviði jarðtækni og jarðfræði, sem leiddi starfsfólk um svæðið og skoðaði með þeim eftirköst Sundhnúkseldanna.

Annað sem kom fram var góður hádegismatur, fótbolti starfsfólks í hádeginu á föstudögum og loks starfsfólkið hjá EFLU og tengslanetin sem sumarstarfsfólk náði að mynda.

Maður heldur kynningu, EFLU lógó fyrir framan hann og bök fólks sem hlustar

Sumarstarfsfólk kemur ár hvert með ferskan blæ inn í starfsemi EFLU. Við þökkum þeim kærlega fyrir frábært sumar og hlökkum til að sjá þau aftur sem allra fyrst.