Landark sameinast EFLU

30.01.2019

Fréttir
A man standing between two women, posing for picture

Halla Hrund Pétursdóttir, Pétur Jónsson og Matthildur Sigurjónsdóttir hafa bæst í hóp starfsmanna EFLU.

Hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Landark hefur sameinast EFLU verkfræðistofu. Landark hefur frá árinu 1983 starfað á sviði landslags- og skipulagsmála og hafa fyrirtækin átt í góðu samstarfi um langt skeið.

Landark hefur getið sér gott orð fyrir landslagshönnun í sinni fjölbreyttustu mynd og kemur sameiningin til með að styrkja enn frekar starfsemi EFLU á sviði landmótunar, hönnunar og skipulagsmála.

Nýtt fagsvið, Landark

Við þessar breytingar verður til hjá EFLU nýtt fagsvið, Landark, og verður Pétur Jónsson, sem áður var framkvæmdastjóri Landark, fagstjóri sviðsins. Aðrir starfsmenn sem störfuðu hjá Landark verða einnig hluti af nýja fagsviðinu. Nýja fagsviðið hefur komið sér vel fyrir í höfuðstöðvum EFLU að Lynghálsi 4 og hefur teymið fengið ný netföng og símanúmer.

Sem fyrr verður lögð rík áhersla á að veita góða, alhliða þjónustu, hagkvæmar lausnir og vönduð vinnubrögð. Við bjóðum Landark velkomin í hópinn og hlökkum til samstarfsins með þeim, viðskiptavinum og öðrum samstarfsaðilum.