Leiðbeiningar um gerð gönguþverana

21.01.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Nýlega voru gefnar út leiðbeiningar um gerð gönguþverana en eins og margir vita eru þær jafn mismunandi og þær eru margar.

Leiðbeiningar um gerð gönguþverana

Megin markmiðið með útgáfu þessara leiðbeininga er að auðvelda hönnuðum, tæknimönnum sveitarfélaga og öðrum veghöldurum vinnu við skipulag gönguþverana og val á hvaða útfærsla henti fyrir mismunandi aðstæður. Leiðbeiningarnar skrifuðu Guðbjörg Lilja Erlensdóttir hjá EFLU verkfræðistofu og Hörður Bjarnason hjá Mannviti.

Það eru Vegagerðin og Reykjavíkurborg, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samgöngustofu, sem gefa leiðbeiningarnar út. Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu veitti álit vegna löggæsluþekkingar.