Línur í Skaftártungu

25.11.2011

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Landsnet hf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna tengingar Hólmsár- og Búlandsvirkjana með háspennulínum, Skaftárhreppi.

Línur í Skaftártungu

Háspennulínurnar eru matsskyldar skv. 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum, þar sem taldar eru upp framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun liggur frammi til kynningar frá 23. nóvember til 9. desember 2011 hjá Skipulagsstofnun og síðu EFLU

Allir hafa rétt til að kynna sér tillöguna og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. desember 2011 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.