Lofsvert Lagnaverk 2013

24.10.2014

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

EFLA verkfræðistofa hlaut verðlaunin "Lofsvert Lagnaverk 2013" en verkið sem hlaut viðurkenningu Lagnafélags Íslands að þessu sinni var 4.000 fm nýbygging við verksmiðju- og skrifstofuhús Lýsis hf. á Granda í Reykjavík.

Lofsvert Lagnaverk 2013

EFLA hlaut viðurkenninguna vegna hönnunar stjórnbúnaðar lagnakerfa og uppsetningu hússtjórnarkerfis í húsakynnum Lýsis hf. 2013. Í viðurkenningunni er vakin athygli hve vel sé að öllu staðið, en í verksmiðjunni sé meðal annars flókinni og nær sjálfvirkur búnaður til matvæla og lyfjaframleiðslu.

Það var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem afhenti verðlaunin við athöfn í höfuðstöðvum Lýsis hf.

Þess má geta að EFLA verkfræðistofa hlaut þessi verðlaun einnig í fyrra en þá fyrir lagnaverkið í Menningarhúsinu Hofi.