Lýsingarhönnun í Langjökli

03.12.2014

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Nú eru hafnar prófanir á aðferðum og búnaði fyrir lýsingu í ísgöngunum í Langjökli. Óhætt er að segja að um óvenjulegt verkefni sé að ræða því huga þarf að mörgu sem er ólíkt lýsingu við hefðbundnar aðstæður.

Lýsingarhönnun í Langjökli

Nú eru hafnar prófanir á aðferðum og búnaði fyrir lýsingu í ísgöngunum í Langjökli. Óhætt er að segja að um óvenjulegt verkefni sé að ræða því huga þarf að mörgu sem er ólíkt lýsingu við hefðbundnar aðstæður.

Í fyrstu prófunum var ýmis búnaður prófaður og eins aðferðir við að koma honum fyrir í ísnum. Lagt var mat á hve mikið ljósmagn þarf til að lýsa upp ísinn og hvaða litir henta best. Eins verður lagt mat á hve vel búnaðurinn dugar við þessar aðstæður og hve mikil bráðnun eigi sér stað með tímanum, en með notkun LED ljósa er varmatap lágmarkað.

Stefnt er að því að öll raforka fyrir lýsingu og aðra notkun í ísgöngunum verði framleidd með vind- og sólarorku.