Majid Eskafi, hafnarsérfræðingur EFLU, heldur erindi á NordPIANC ráðstefnunni, sem er norrænn hluti alþjóðlegu hafnasamtakanna PIANC. Ráðstefnan er haldin í Hofi á Akureyri dagana 31. ágúst til 1. september og á henni verða fyrirlesarar frá öllum Norðurlöndunum sem fjalla munu um málefni hafna frá ýmsum hliðum. Norðurlöndin skiptast á að halda ráðstefnuna á tveggja ára fresti.
Majid ræðir hafnir í Hofi
Majid Eskafi mun halda erindi um verkefni sem hann hefur unnið fyrir höfn Ísafjarðarbæjar. Þar fjallar hann um óvissu í skipulagi hafna þannig að hægt sé að grípa þau tækifæri sem bjóðast og takast á við veikleika.
Á ráðstefnunni eru um sjötíu manns frá níu löndum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Þýskalandi, Kanada og Belgíu.