Margildi hlýtur hin virtu iTQi

27.06.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Þetta er mikil viðurkenning og mun nýtast Margildi vel enda eru verðlaunin hliðstæð Michelin stjörnum veitingageirans.

Margildi hlýtur hin virtu iTQi

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í hinu sögufræga Cercle Royal Gaulois, í Brussel að viðstöddu fjölmenni. Verðlaunin voru veitt fyrir síldarlýsi Margildis og þykir list að gera lýsi sem 135 matgæðingum og meistarakokkum þykir aðlaðandi og neysla þess ánægjuleg.

Framleiðsluaðferð Margildis er einstök að mörgu leiti. Það sem stendur upp úr er að framleiðsluaðferðin stuðlar að tvöfalt betri nýtingu hrálýsis með því að vinna það til manneldis í stað dýraeldis. Aðferðin er einkaleyfisvarin og umhverfisvæn að auki.

EFLA er styrktaraðili verkefnisins og vann m.a. hagkvæmniathugun með Margildi varðandi verksmiðju hérlendis og hefur samstarf gengið vel.

Við óskum Margildi til hamingju með áfangann og velfarnaðar í komandi framtíð.