EFLA er meðal þátttakenda á Stóreldhúsinu 2024, árlegri fagsýningu fyrir stóreldhúsageirann sem haldin verður í Laugardalshöllinni 31. október – 1. nóvember 2024. EFLA verður með kynningarbás á sýningarsvæði hátíðarinnar og eru öll áhugasöm boðin velkomin.
Umhverfisáhrif matar og Matarspor
Á sýningarbásnum mun EFLA kynna Matarsporið, þjónustuvef sem er hannaður af starfsfólki EFLU. Matarspor er hugsað fyrir mötuneyti, matsölustaði og matvöruverslanir þar sem reikna má út og bera saman kolefnisspor og næringargildi mismunandi máltíða, rétta og vara.
Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU og einn af sérfræðingum á bakvið Mataspor, mun kynna vefinn á fyrirlestri á sýningunni. Fyrirlesturinn kallast Umhverfisáhrif matar og Matarspor og verður í dag, fimmtudaginn 31. október kl. 14, í fyrirlestrarsal við aðalinngang sýningarinnar.
Þar mun hann kynna Matarspor ítarlega og fjalla um hvaða mataræði er best fyrir heilsu okkar og pláhnetunnar. Auk þess að kynna skilvirka aðferð til að halda utan um matseðla, næringargildi, ofnæmisvalda, kolefnisspor og matarsóun.