Matsmenn fyrir vistvottun bygginga

04.03.2021

Fréttir
A collage of three photos featuring white building with balcony, a black building with glass windows and a wooden ramp

EFLA kom að BREEAM vistvottun á Skriðuklaustri, NLSP og Lynghálsi 4.

EFLA leggur mikla áherslu á sjálfbærar lausnir í byggingariðnaði og veitir alhliða ráðgjöf varðandi vistvæna hönnun og vottun. Nýverið bættist fimmti viðurkenndi matsmaðurinn í hóp EFLU sem hefur réttindi til að vinna samkvæmt vistvottunarkerfi BREEAM.

Matsmenn fyrir vistvottun bygginga

Markmið vistvænnar hönnunar og vottunar er að byggingar (og innviðir) hafi sem minnst umhverfisáhrif á líftíma sínum, séu heilsusamlegar fyrir notendur og að viðhaldsþörf verði sem minnst. Mikil vitundarvakning hefur orðið á mikilvægi vistvænnar hönnunar og færst hefur í vöxt að eigendur bygginga óski eftir vottun.

Með alþjóðlegu vistvottunarkerfi BREEAM er mat lagt á marga þætti byggingarinnar eins og umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma, innivistarþætti, orkunýtingu, úrgangsstjórnun og vistfræðileg gæði í nánasta umhverfi.

Mismunandi réttindi fyrir ólík verkefni

EFLA hefur komið að BREEAM vottunum á 16 byggingum hérlendis sem ýmist hafa hlotið fullnaðarvottun eða eru í matsferli. Mismunandi réttindi eru veitt til að sinna ólíkum viðfangsefnum og hefur EFLA nú á að skipa fimm matsmönnum sem hafa eftirfarandi vistvottunarréttindi frá BREEAM:

  • Vistvottun á nýbyggingum
  • Vistvottun á endurgerð bygginga
  • Vistvottun á byggingum í notkun
  • Vistvottun fyrir skipulagsáætlanir
  • BREEAM AP varðandi innleiðingu vistvænnar hönnunar í nýbyggingaverkefni

Nánar um þjónustu EFLU varðandi vistvæna hönnun og vottun

Vistvottunartengd verkefni EFLU

  • Gestastofa á Skriðuklaustri
  • Sjúkrahótel nýs Landspítala
  • Skrifstofubygging að Lynghálsi 4