Mislæg gatnamót í Hafnarfirði

26.09.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Framkvæmdir við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði standa nú sem hæst. Gerð gatnamótanna er hluti af tvöföldun Reykjanesbrautar á kaflanum frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi.

EFLA kom að verkefninu með fjölbreyttum hætti og sá meðal annars um heildarhönnun fjögurra akreina vegar.

Mislæg gatnamót í Hafnarfirði

Um þessar mundir er unnið að gerð mislægra gatnamóta við vegamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar. Samhliða er unnið að tengingu gatnamótanna við Suðurbraut, gerð göngu- og hjólastíga, hraða­takmarkandi aðgerðum á Suðurbraut og umtalsverðum breytingum á lagnakerfum veitustofnana á framkvæmdasvæðinu.

Árið 2013 hafði undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur verið komið fyrir við Suðurholt undir Reykjanesbraut og var sú framkvæmd hluti af framtíðarbreytingum á svæðinu.

Ný vegamótabrú

Við mislægu vegamótin er vegamótabrú í byggingu og er brúin steinsteypt bogabrú í einu 30 m hafi, grunduð á bergi. Brúin myndar undirgöng fyrir Krýsuvíkurveg undir Reykjanesbraut. Stoðveggir við enda undirganganna halla 30° frá lóðréttu og forma þannig eins konar hvelfingar. Brúin rúmar fjögurra akreina Krýsuvíkurveg. Hönnun brúarinnar er unnin af EFLU í samstarfi við Studio Granda arkitekta.

Gerð gatnamótanna er hluti af tvöföldun Reykjanesbrautar á kaflanum frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi, en sú framkvæmd mun stórbæta umferðarrýmd og umferðaröryggi á svæðinu.

Vegagerðin bauð framkvæmdirnar út vorið 2017 og eru verktakar þess Loftorka og Suðurverk. Verktakakostnaður er um 900 milljónir og er áætlað að verkinu ljúki í nóvember. Þess má geta að í þessum áfanga verður Reykjanesbraut ekki tvöfölduð í tvær akreinar í hvora átt.

Tengdar fréttir

Frétt Vegagerðarinnar um framkvæmdina

Frétt frá mbl.is