Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

23.12.2020

Fréttir
A snowy landscape

Aurskriðurnar sem féllu á Seyðisfjörð síðustu daga hafa valdið gríðarlega miklu tjóni.

Aurskriðurnar sem féllu á Seyðisfjörð hafa valdið gríðarmiklu tjóni eins og sést í þrívíðu myndbandi sem EFLA hefur tekið saman fyrir Múlaþing og Veðurstofuna. Þar sést svæðið fyrir og eftir hamfarirnar.

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

Starfsfólk EFLU hefur verið að störfum fyrir Veðurstofuna og Ofanflóðasjóð við gagnasöfnun og kortlagningu á svæðinu. Slík vinna felur í sér mælingar og vöktun á jarðlögum, athugun á vatnshæðum í fjallinu og mælingar á færslum á jarðvegi. Einnig flaug EFLA dróna yfir svæðið og setti fram kortalíkan í þrívídd til að hægt væri að greina betur ástand svæðisins. Gögnin eru nýtt til frekari ákvarðana varðandi rýmingu og hreinsun á rýmingarsvæðum.

Mikil mildi þykir að ekki hlaust manntjón af þessum náttúruhamförum en ljóst að mikið eigna- og menningartjón hefur orðið á Seyðisfirði. Þrír starfsmanna EFLU eru búsettir á Seyðisfirði og eru þeir, fjölskyldur þeirra og heimili hólpin. Skrifstofuhúsnæði EFLU á staðnum fór því miður í flóðið og er ónýtt.

Við sendum Seyðfirðingum hlýjar kveðjur og samhug á þessum erfiðu tímum.

A group of people standing in a room, wearing warm clothing and reflective jackets

Starfsfólk EFLU hefur tekið þátt í störfum á Seyðisfirði, bæði hvað varðar björgunarstörf og gagnasöfnun. Frá vinstri: Daði, Jón Haukur, Jana, Guðmundur Magni, Guðjón, Jorge Cortes og Einar.