Neyðarkall björgunarsveitanna

01.11.2019

Fréttir
A group of people in red and blue jackets holding drones, in front of a modern building

Vigdís, Margrét, Anna Heiður, Lára Kristín og Ingvar, starfsfólk EFLU og björgunarsveitafólk, afhentu EFLU Neyðarkallinn 2019 sem í ár er björgunarsveitarmaður með dróna.

EFLA styður við bakið á öflugu og mikilvægu starfi björgunarsveitanna, slysavarnardeilda og Landsbjargar með kaupum á Neyðarkallinum.

Neyðarkall björgunarsveitanna

Fjáröflun björgunarsveita landsins fer fram fyrstu helgina í nóvember og er liður í því að styrkja og efla starfsemi þessara mikilvægu stoða samfélagsins. EFLA lætur ekki sitt eftir liggja og hefur í gegnum tíðina stutt við bakið á starfseminni með kaupum á Neyðarkallinum.

Innan raða EFLU er starfsfólk sem starfar sem sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum og komu þau færandi hendi með Neyðarkallinn og afhentu sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Í ár er Neyðarkallinn björgunarsveitarmaður með dróna en notkun á drónum við leit hefur aukist hjá björgunarsveitunum undanfarin ár. Okkur hjá EFLU þótti sérlega gaman að sjá það enda notum við dróna mjög mikið í okkar störfum og búum yfir stórum drónaflota.

Við óskum björgunarsveitunum góðs gengis í fjáröfluninni sem fer fram um helgina og vonum að sem flestir sjái sér fært að styðja við bakið á fórnfúsu starfi þúsunda björgunarsveitarmanna sem eru ávallt til taks þegar á þarf að halda.