Ísland stendur nágrannaþjóðum að baki þegar kemur að innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði og brýn þörf er fyrir breytingar. Þetta er skýr niðurstaða Vinnustofu Hringborðs Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði sem fór fram í Grósku þann 19. janúar.
Niðurstaða vinnustofu að brýn þörf sé á breytingum
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, er verkefnisstýra Hringrásar verkefnisins, og Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri bygginga hjá EFLU, stýrði vinnustofunni.
Vinnustofan var skipulögð af EFLU, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Arkitektafélagi Íslands og Grænni byggð, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Reykjavíkurborg og FSRE. Þar áttu hagaðilar í geiranum áttu innihaldsríkt samtal um aðkallandi verkefni og brýna þörf á að hraða breytingum. Um fjörutíu áhrifamiklir aðilar úr allri virðiskeðju byggingariðnaðarins, frá fasteignafélögum, verktökum, verkfræðistofum, arkitektastofum, stofnunum og stjórnvöldum tóku þátt í vinnustofunni.
Samkvæmt því sem kom fram á vinnustofunni er þetta meðal þess sem þarf að gera:
- Nýjar leikreglur
- Markaðstorg fyrir notaðar byggingarvörur
- Öflugt rannsóknasetur byggingariðnaðar
- Hanna nýjar byggingar með áherslu á endurnýtingu og sveigjanleika
- Endurhanna og nýta eldri byggingar
- Grænt hvatakerfi fyrir byggingariðnaðinn
- Sterkt samstarf allra hagaðila
Sérfræðingarnir sem ræddu þessi mál segja að mikil þörf sé á markvissu samtali og samvinnu þvert á alla virðiskeðjuna. Mikill samhljómur var á meðal þátttakenda um mikilvægi þess að allur geirinn sameinist um að virkja aðferðir hringrásar í byggingariðnaði þvert á hagsmuni. Nú þegar er verið að vinna í þessum málum víða í samfélaginu en öll keðjan verður að taka saman höndum til að tryggja árangur.
Verkefnið Hringborg hringrásarinnar er unnið með stuðningi frá Aski Mannvirkjarannsóknarsjóði.
- 1 / 6
Myndir | Víðir Björnsson.
- 2 / 6
- 3 / 6
- 4 / 6
- 5 / 6
- 6 / 6