Niðurstöður loftgæðamælinga á kísilveri kynntar

04.10.2019

Fréttir
Industrial facilities with silos and buildings located in barren landscape

Kísilver PCC á Bakka við Húsavík. Mynd: Gaukur Hjartarson.

EFLA hefur umsjón með eftirliti tveggja umhverfisvöktunarstöðva sem staðsettar eru á Bakka við Húsavík. Niðurstöður vöktunar fyrir árið 2018 gáfu til kynna að mengun frá kísilveri PCC á Bakka væri afar lítil og loftgæði sögð góð.

Niðurstöður loftgæðamælinga á kísilveri kynntar

Tvær umhverfisvöktunarstöðvar eru á Bakka við Húsavík og með þeim er fylgst með loftgæðum í nágrenni við kísilverksmiðju PCC. Um er að ræða samfellda vöktun á magni SO2, NO, NO2, PM2,5 og PM10 í andrúmslofti. Einnig er sýnum safnað til að fylgjast með magni þungmálma og PAH í svifryki, brennisteins í svifryki og súlfati í úrkomu.

EFLA sér um söfnun gagna úr skráningarbúnaðinum og fær PCC niðurstöður mælinga til sín mánaðarlega. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á umhverfisvöktuninni og kynnir niðurstöður þeirra mælinga árlega á opnum fundi. Miðvikudaginn 2. október fór slíkur fundur fram á Húsavík og sá Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá EFLU, um að kynna niðurstöður mælinga sem gerðar voru á loftgæðum, ám , vötnum og gróðri. Samkvæmt þeim kom í ljós að mengunin frá kísilverinu væri afar lítil, mengunin væri undir umhverfismörkum í öllum tilfellum og hefði því óveruleg áhrif á umhverfið.

Nánari upplýsingar um aðkomu EFLU að vöktun loftgæða hjá PCC og þjónustu EFLU á sviði umhverfisvöktunar.