Ný kortavefsjá EFLU tekin í notkun í Árborg

26.02.2025

Fréttir
Loftmynd af Árborg.

Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í notkun nýja kortavefsjá sem EFLA hefur hannað og þróað. Þessi lausn nýtir nútímalega tækni til að birta landupplýsingar á skilvirkan hátt, með það að markmiði að gera gögn og mikilvægar upplýsingar aðgengilegar fyrir notendur.

Hágæða loftmyndir og áreiðanlegar upplýsingar

Kortavefsjáin býður upp á ótal möguleika, svo sem að leita að gögnum, mæla stærðir, búa til sín eigin kort, fá upplýsingar um tölfræði, senda inn beiðni til verktaka og margt fleira.

Gögnin eru birt ofan á hágæða loftmyndum sem sérfræðingar EFLU taka og vinna með fullkomnustu tækni. Áráðanleiki loftmyndanna er framúrskarandi. Greinihæfni í myndunum er 5 sm og er hægt að panta loftmyndatöku eftir þörfum til að sýna ásynd svæðis á þeim tímapunkti sem skiptir máli fyrir ákveðið verkferli.

Heildstæð lausn fyrir landupplýsingar

Með kortavefsjá EFLU er hægt að birta nánast hvaða gögn sem er, hvort sem um er að ræða gögn opinberra stofnana, sveitarfélaga eða utanaðkomandi félaga. Fyrirtæki geta einnig nýtt kortavefsjána sem upplýsingaverkfæri fyrir starfsfólk sitt eða til innanhússsamskipta.

Kortavefsjáin er hluti af Gagnalandi EFLU, sem er heildstæð lausn fyrir landupplýsingar til gagnahýsingar og -miðlunar. Gagnaland veitir sveigjanleika og aðgang að upplýsingum sem styðja við ákvarðanatöku og rekstur.

Fyrir frekari upplýsingar um kortavefsjána, loftmyndatökur eða gagnahýsingu í Gagnalandi er velkomið að hafa samband við starfsfólk EFLU.

Hafðu samband