Ný nálgun við gerð kostnaðaráætlana

21.10.2022

Fréttir
A man standing behind a lectern with "VOX CLUB" on the front,

Ólafur Ágúst Ingason

EFLA er þátttakandi í verkefni um samræmda aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana. Auk EFLU hafa Samtök Iðnaðarins, Félag ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirki – félag verktaka og Samtök arkitektastofa með stuðningi Framfararsjóðs SI unnið að verkefninu sem var kynnt í gær á fundi á Hilton Reykjavík Nordica.

Ný nálgun við gerð kostnaðaráætlana

Verkefnið snýst um þýða og staðfæra fyrir íslenskar aðstæður viðmið og staðla við gerð kostnaðaráætlana verklegra framkvæmda á Íslandi. Starfsfólk EFLU leiddi vinnuna ásamt fulltrúm SI ásamt því að hafa umsjón með þýðingu, staðfæringu og grafískri vinnslu.

Verulega hefur vantað upp á að fræðileg þekking og stöðluð vinnubrögð séu nýtt til áætlunargerðar hérlendis og þá sérstaklega í mannvirkjageiranum. Ósamræmi í skilningi eða túlkun á fyrri stigum verkefna og lítill rekjanleiki getur valdið auknum kostnaði á síðari stigum þeirra. Hér á landi eru reglur um kostnaðaráætlanir opinbera framkvæmda mun frjálslegri en víðast hvar erlendis. Því er ljóst er að þessi aðferðarfræði mun nýtast framkvæmdaaðilum og öllum hlutaðeigandi bæði í einka- og opinbera geiranum.

Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri á byggingasviði EFLU, kynnti verkefnið fyrir hönd fyrirtækisins og opnaði vefsvæðið kostnadur.is . Aðrir sem tóku til máls voru Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Halldór Eiríksson, formaður SAMARK og arkitekt hjá T.ark, Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Vefsvæðið má nálgast hér.