Ný og endurbætt Sprungusjá

12.03.2025

Fréttir
Kort af Grindavík.

EFLA hefur endurbætt Sprungusjána, öflugt verkfæri til skráningar og greiningar á sprungum í mannvirkjum og vegakerfi. Með nýju og nútímalegu viðmóti er Sprungusjáin nú hraðari, notendavænni og betur aðlöguð þörfum bæði almennings og sérfræðinga.

Hraðari, öruggari og notendavænni

Ein helsta nýjungin er betrumbætt notendastjórnun, sem gerir notendum kleift að skrá sig inn með öruggri innskráningu og halda utan um sín gögn án þess að þau birtist opinberlega. Þetta tryggir betri gagnavernd og eykur áreiðanleika upplýsinga.

Með þessari uppfærslu sýnir EFLA áframhaldandi skuldbindingu sína við nýsköpun og þróun stafrænnar þjónustu. Notendur geta nálgast nýju Sprungusjána hérna.