Ný raforkuspá er komin út

26.10.2021

Fréttir
Nighttime view of snow covered town

Ljósadýrð úr Hafnarfirði sem knúin er áfram með rafmagni.

Orkustofnun hefur gefið út nýja raforkuspá fyrir 2021-2060 og koma sérfræðingar EFLU á sviði orkumálaráðgjafar að gerð skýrslunnar.

Ný raforkuspá er komin út

Orkustofnun hefur gefið út nýja raforkuspá fyrir 2021-2060. Raforkuspá 2021-2060 er endurreikningur á raforkuspá 2020-2060 sem kom út í desember 2020. Í endurreikningi á raforkuspánni er búið að taka með rauntölur síðasta árs og þær breytingar sem hafa orðið á forsendum spárinnar. Í Raforkuspá 2020-2060 er ítarleg umfjöllum um einstaka þætti spárinnar og forsendur.

Raforkuspár eru unnar á vegum Raforkuhóps Orkuspárnefndar og gefur Orkustofnun spána út. Sérfræðingar EFLU á sviði orkumálaráðgjafar hafa líkt og undanfarin ár unnið að henni, en hún byggir á aðferðafræði sem Jón Vilhjálmsson heitinn, fyrrum sviðsstjóri orkusviðs EFLU, lagði grunn að fyrir um 36 árum. Skýrslan er aðgengileg á vefsíðu Orkustofnunar.

Sjá nánar

Frétt Orkustofnunar

Skýrsla - Raforkuspá 2020-2060

Skýrsla - Raforkuspá 2021-2060

Almennar forsendur orkuspáa 2021