Nýjar brýr í Drammen

15.06.2018

Fréttir
A person kayaking below a pedestrian bridge

Ný göngu- og hjólabrú í Drammen. Myndvinnsla: BEaM.

EFLA hefur í samstarfi við þrjár arkitektastofur útfært tillögur að tveim nýjum brúm yfir Drammenselva í Drammen í Noregi. Um er að ræða endurnýjun á Bybrua, sögufrægri vegbrú sem tengir meginsvæðin í miðborg Drammen, og nýja göngubrú neðan hennar.

Nýjar brýr í Drammen

Teymi EFLU hefur ásamt tveim öðrum hópum unnið að verkefninu síðan í febrúar. Verkkaupinn, skipulagsyfirvöld í Drammen , hefur nú kynnt afrakstur hönnunarvinnunnar fyrir almenningi og borgarstjórn.

Tillögur hópanna þriggja munu verða til umsagnar hjá verkkaupa og almenningi fram á haust en þá verða valdar lausnir til áframhaldandi hönnunar fyrir báðar brýrnar. Áætlað er að byggingarframkvæmdir hefjist árið 2020.

EFLA hefur annast verkfræðihluta brúarhönnunarinnar innan síns samstarfshóps. Tillögur hópsins ganga út á að ný Bybrua verði plötubrú úr eftirspenntri steinsteypu og að göngubrúin verði svonefnd viðsnúin grindarbrú úr stáli, mjög létt og svífandi. Styrkleikar tillagnanna liggja í bættri hæðar- og planlegu Bybrua frá því sem nú er og brúarlausn sem vel fellur að þeim og mjög hagkvæmri legu göngubrúarinnar. Göngubrúarlausnin, verði hún fyrir valinu, mun gefa færi á spennandi deilihönnun sem skapa mun áhugaverða upplifun notenda brúarinnar.

Samstarfsaðilar EFLU í hönnuninni eru

Umfjöllun fréttamiðla um verkefnið, hópur EFLU nefnist Team 3